*

föstudagur, 26. apríl 2019
Erlent 29. ágúst 2018 11:44

Kínverskur rafbílaframleiðandi á markað

Kínverski rafbílaframleiðandinn NIO, sem hyggst keppa við Tesla, hefur hlutafjárútboð í Bandaríkjunum og hyggst skrá sig á markað.

Ritstjórn
Hugsjónabíllinn (e. concept car) EP9 frá kínverska rafbílaframleiðandanum NIO.
epa

Kínverski rafbílaframleiðandinn NIO hefur hafið hlutafjárútboð, og hyggst skrá sig í kauphöllina New York Stock Exchange eftir um það bil tvær vikur, samkvæmt frétt Wall Street Journal.

NIO, sem hefur lýst sér sem samkeppnisaðila Tesla, býður nú út 160 milljón hluti í félaginu fyrir á bilinu 6,25 og 8,25 Bandaríkjadali á hlut. Félagið gæti þannig aflað allt að 1,3 milljörðum dollara, sem samsvarar 8,5 milljarð dollara heildarmarkaðsvirði.

Útboðið er þó minna en upphaflega var lagt upp með. Markmið NIO fyrr á árinu var að ná að minnsta kosti 2 milljörðum dollara.

Fyrirtækið hóf sölu á sínum fyrsta bíl – 7 sæta rafknúnum jeppa – undir lok síðasta árs, og hafði afhent tæp 500 eintök í lok júlí. Í útboðsgögnunum kom fram að pantanir á bílnum næmu hátt í 16 þúsund eintökum, og að til standi að hefja framleiðslu minni jepplings á árinu, og byrja afhendingu á fyrri hluta ársins 2019.

Félagið hefur ekki enn skilað hagnaði, en hafði 7 milljónir dollara í tekjur á fyrri hlemingi þessa árs, og tapaði rúmum 500 milljónum.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim