*

laugardagur, 17. nóvember 2018
Innlent 20. nóvember 2015 08:35

Kjararáð hækkar laun embættismanna um 9,3%

Hækkunin sú mesta síðan kjararáð var sett á fót.

Ritstjórn
Hækkunin nær bæði til forseta Íslands og Alþingismanna.
Haraldur Guðjónsson

Kjararáð hefur ákveðið að hækka laun þeirra sem heyra undir ráðið um 9,3%. Ákvörðunin gildir afturvirkt frá og með 1. mars 2015.

Í ákvörðun segir að hækkunin sé byggð á meðaltalshækkun í úrskurðum gerðadóms um launakjör 18 aðildarfélaga í Bandalagi háskólamanna (BHM) og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH). Hækkun til félaga í BHM gilti frá 1. mars 2015 en FÍH frá 1. maí 2015, en kjararáð ákvað að láta hækkun sína gilda afturvirkt frá og með 1. mars.

Ákvörðun kjararáðs nær til æðstu embættismanna ríkisins, þ.m.t. alþingismanna, ráðherra, dómara, ráðuneytisstjóra, presta og sendiherra. Þetta eru mestu hækkanir sem ráðið hefur ákveðið síðan það var sett á fót árið 2006.

Stikkorð: Kjararáð