Þrátt fyrir að ein af þremur forsendum kjarasamninga SA og aðildarsamtaka ASÍ hafi brostið varð niðurstaða aðila sú í dag að fresta viðbrögðum vegna forsendubrests þar til í febrúar 2018. Þetta kemur fram á vef Samtaka atvinnulífsins. Kjarasamningum aðila verður því ekki sagt upp að þessu sinni.

Á fundi ASÍ og SA kom fram að forsendan um að launastefnu og launahækkanir samninganna hafi verið stefnumarkandi fyrir aðra kjarasamninga hafi ekki staðist. Forsendubresturinn er því byggður á launahækkunum í kjarasamningum sveitarfélaga, Félags grunnskólakennara og Félags tónlistarkennara.

Í fréttatilkynningunni kom einnig fram að tvær af þremur forsendum kjarasamningana standist, en ein geri það ekki. Sú forsenda snýst um launaþróun annarra hópa. Samninganefnd ASÍ tók engu að síður afstöðu um að segja ekki upp núgildandi samningum.

Forsendurnar sem voru til skoðunar voru þessar:

1. Fjár­mögn­un stjórn­valda á stofn­fram­lög­um rík­is­ins til 2.300 al­mennra íbúða á ár­un­um 2016-2019 eða að há­marki 600 á ári.

2. Mat á því hvort sú launa­stefna og þær launa­hækk­an­ir sem í samn­ingn­um fólust hafi verið stefnu­mark­andi fyr­ir aðra á vinnu­markaði (32% hækk­un frá nóv 2013-des 2018).

3. Auk­inn kaup­mátt­ur á samn­ings­tím­an­um.