Óhagkvæmni vegna ódýrari orkugjafa leiðir til þess að síðustu kjarnorkuverum Kaliforníuríkis mun vera lokað innan áratugar.

Framleiðir 10% af orkuþörf Kaliforníu

Diablo Canyon er síðasta kjarnorkuver fylkisins sem enn er í gangi eftir að Edison International lokaði veri sínu við San Diego fyrir þremur árum eftir leka. Tilkynnt var um þetta í kjölfarið að ákveðið hefur verið að loka þremur öðrum kjarnorkuverum í Bandaríkjunum sem eru í vandræðum vegna sögulega lágra orkuverða og framboðs á ódýru jarðgasi.

Telja eigendur veranna, PG&E Corp. að ekki verði þörf á að endurnýja starfsleyfi versins þegar það rennur út árið 2025, þar sem vind- og sólarorkukostnaður sé stöðugt að lækka og orkan frá kjarnorkuverunum verði dýrari. Verið framleiðir um 10% af orkuþörf ríkisins.