Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra segir að kjöraðstæður séu nú til lækkunar stýrivaxta Seðlabankans.

Þetta sagði hann á fundi með blaðamönnum þar sem upplýst var um afnám gjaldeyrishafta að langmestu leyti sem hófst kl. 14 í dag.

Már Guðmundsson sagði á fundinum að hann muni ekki tjá sig um hugsanlega vaxtalækkun fyrr en á vaxtaákvörðunarfundi á miðvikudagsmorgun.

Tilkynnt verður um hvort stýrivextir lækka, hækka eða verða óbreyttir kl. 9 þann dag.