Kjörsókn í nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum var sú minnsta frá því 1928, en hún mældist 62,8%. Fjórum árum áður var hún 73,5%. Þetta kemur fram í frétt á vef Reykjavíkurborgar.

Skrifstofa borgarstjórnar tók saman tölur yfir kjörsókn eftir aldri. En er þetta í fyrsta sinn sem áreiðanlegar tölur um kjörsókn eftir aldri eru teknar saman á Íslandi.

Minnsta kjörsóknin var á aldursbilinu 20-24 þar var meðtal kjörsóknar 41,6%, 41,1% hjá körlum, en 42,1% hjá konum.

Það er ekki fyrr en í aldursbili 40-44 sem meðal kjörsókninni er náð. Hún fer síðan hækkandi alveg fram að bilinu 75-79.

Konur eru  í meirihluta þeirra sem kjósa allt fram að 75-79 ára aldri, í hópnum 80 ára og eldri kusu 70,8% karla, en einungis 57% kvenna. Kjörsókn kvenna var á heildina litið meiri en karla, 64% á móti 62%.