Jón Magnús Jónsson, alifuglabóndi að Reykjum og varaformaður Félags kjúklingabænda greinir frá í Bændablaðinu í dag að hugmyndir um niðurfellingu á tollum sé hreint reiðarslag fyrir framleiðendur kjúklingakjöts á Íslandi.

Vb.is fjallaði í gær um tilkynningu Svínaræktarfélags Íslands sem telur að nýgerðir tollasamningar feli í sér grundvallarbreytingar á rekstrarumhverfi svínaræktar.

Jón Magnús segir einnig að ef þetta gangi eftir þá sé hann hræddur um að framleiðendur „verði alvarlega að hugsa sinn gang og jafnvel pakka saman og hætta starfsemi.“