Klappir ehf. hafa náð samkomulagi við DataDrive um kaup á hlut í félaginu. Frumkvöðlar og stofnendur DataDrive verða áfram stærsti hluthafinn.

DataDrive hefur þróað kerfið sem styður ökumenn farartækja í umhverfisvænum akstri. Kerfið tekur á móti margskonar bíltölvu- og staðsetningargögnum frá farartækjum og miðlar þeim til bíleigenda eða ökumanna. Með tækninni geta bíleigendur og fyrirtæki nálgast upplýsingar frá aksturstölvum ökutækja sinna og fengið yfirsýn í rauntíma um eldsneytisnotkun, ástand bílsins, meðhöndlun og staðsetningu.

DataDrive hlaut stuðning frá Startup Reykjavík sumaið 2015 en frumkvöðlarnir að baki DataDrive eru Guðmundur Grétar Sigurðsson, Höskuldur Þór Arason, Ingi Björn Sigurðsson og Þórólfur Gunnarson.