*

föstudagur, 18. janúar 2019
Innlent 14. september 2018 09:55

Klárar WOW air útboðið í dag?

Leitað var til fjölda íslenskra fjárfesta í gær vegna skuldabréfaútboðsins.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Gert er ráð fyrir að skuldabréfaútboð WOW air klárist í dag að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Þar segir að WOW sé búið að fá fjárfesta til að skrá sig fyrir 45 milljónum evra en lágmarsstærð útboðsins er 50 milljónir evra.

Bæði Arctica Finance og Fossar markaðir hafa unnið með WOW air í útboðinu. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins fékk fjöldi íslenskra fjárfesta símtal í gær, þar sem þeim var boðið að taka þátt.

Skúli Mogensen, forstjóri Wow air, sagði í tölvupósti, sem sendur var á starfsmenn Wow air eftir hádegi í gær, að unnið væri  dag og nótt við að ljúka skuldabréfaútboði Wow air til að tryggja langtímafjármögnun flugfélagsins. Í póstinum, sem Viðskiptablaðið greindi fyrst frá, sagði Skúli að ferlinu hefði miðað vel áfram og hann sjái endamarkið.

Í Viðskiptablaðinu í gær var fjallað um stöðuna hjá WOW.

Stikkorð: Skúli Mogensen Wow air Wow