Árið 2004 hófst skipulögð vinna við að byggja upp ferðaþjónustu á Suðureyri við Súgandafjörð. Fram að þeim tíma hafði Suðureyri ekki laðað að sér ferðamenn að neinu marki. Deyfð var yfir atvinnulífinu og innviðir staðarins illa í stakk búnir til að taka á móti ferðamönnum eða veita aðra þjónustu. Á þessum tíma var stofnað til klasaframtaks margra ólíkra aðila sem hafði það að markmiði að styrkja atvinnu- og mannlíf staðarins.

Klasaframtakið fékk stuðning ýmissa aðila meðal annars frá Vaxtarsamningi Vestfjarða, Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða og ráðgjafafyrirtækjunum Netspor og Capacent, auk þess sem auglýsingastofan EnnEmm kom að framtakinu til að byrja með. Þarna var um að ræða samfélagslegt átak til að kortleggja sérstöðu staðarins, draga upp heildarmynd af hugsanlegu sjálfbæru sjávarþorpi sem segul fyrir erlenda ferðamenn. Grunngerð staðarins var bætt og áhersla lögð á þekkingu, nýbreytni og öflugt markaðsstarf.

Klasinn fékk nafnið Sjávarþorpið Suðureyri. Árangur þessarar vinnu er að nú eru um 8.000-9.000 gistinætur seldar í þorpinu en um 40.000 gestir heimsóttu Suðureyri síðasta sumar samkvæmt umferðartalningum um Vestfjarðagöng og talningum í Sundlauginni á Suðureyri. Gott dæmi um vöruþróun tengda samstarfinu er sælkeraupplifunarferð, styrkt af Þróunarsjóði Landsbankans og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, sem þúsundir gesta hafa heimsótt á hverju sumri síða 2015.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér