Kleinuhringjakönnun Dunkin' Donuts var sannspárri um úrslit kosninga en þær skoðanakannanir sem framkvæmdar voru dagana fyrir kosningar.

Í aðdraganda kosninga birti Viðskiptablaðið grein um það að á seinustu 20 árum eða svona hafi kannanir hitt tiltölulega nálægt raunfylgi flokka. Þá var hins vegar ekki gert ráð fyrir kleinuhringjakönnunum, sem virðast gefa ágætan þverskurð af íslensku þjóðinni, ef tekið er mark á þessum úrslitum.

Mynd fengin af Facebook síðu Dunkin' Donuts.

Skekkja kleinuhringakönnunar Dunkin' Donuts, þar sem að fólk valdi sér kleinuhring í samræmi við það sem það hvaða flokk fólk ætlaði að kjósa, var einungis einu prósentustigi frá úrslitum kosninga að staðaldri. Helst skekkjan, líkt og í skoðanakönnunum, var á fylgi Pírata, en þar ofmat kleinuhringjaspáin fylgi flokksins um 3,5 prósent.

Ef könnun Félagsvísindastofnunar, sem framkvæmd var daginn fyrir kosningar, er borin saman við kleinuhringjakönnunina voru Píratar ofmetnir um 6,7 prósent í könnun Félagsvísindastofnunar en Sjálfstæðisflokkurinn vanmetinn um 6,5 prósent.

Könnunin hjá Dunkin' Dounts var framkvæmd þannig að kleinuhringir voru merktir eftir flokkum og fylgi var í kjölfarið ákvarðað eftir vinsældum hvers kleinuhringjaflokks.