Kolbeini Árnasyni, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hefur verið boðið að taka sæti í stjórn gamla Landsbankans. Kolbeinn staðfestir þetta í samtali við Fréttablaðið. Fyrsti hluthafafundur eftir nauðasamninga hefur þó ekki farið fram og ekki hefur enn verið skipað í stjórnina.

Kolbeinn er lögfræðingur og starfaði áður hjá slitastjórn Kaupþing áður en hann tók við starfi framkvæmdastjóra SFS.