Ríkisstjórnin kynnti í dag sóknaráætlun í loftlagsmálum til þriggja ára, sem er ætlað að skerpa á áherslum Íslands í loftlagsmálum og efla starf í málaflokknum til að raunverulegum árangri verði náð.

Áætlunin byggir á 16 verkefnum sem miða að því að draga úr losun og auka bindingu kolefnis í andrúmslofti, styðja alþjóðleg loftslagsverkefni og efla getu stjórnvalda til að takast á við strangari skuldbindingar í loftslagsmálum. Áhersla er lögð á samvinnu stjórnvalda og atvinnulífs ti að draga úr losun í tilteknum greinum  og ýta undir nýsköpun og lafslagsvænar launir, segir í tilkynningu um áætlunina.

Meðal aðgerða áætluninnar eru:

  • Að auka framlög til skógræktar, landgræðslu og endurheimtar votlendis.
  • Styrkja innviði fyrir rafbíla.
  • Samvinna stjórnvalda við sjávarútveg og landbúnað um minnkun losunar.
  • Ísland í forystu alþjóðlegs átaks um nýtingu jarðhita
  • Unnið að aðlögum að loftslagsbreytingum
  • Kolefnisjöfnun í ríkisrekstri

Áætlunin er til þriggja ára en átta verkefni miða að því að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi, fjögur verkefni miða að því að efla samstarf Íslands og aðstoð við önnur ríki við að draga úr losun og takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga. Ekki er gert ráð fyrir því að sóknaráætlunin verði miðstýrð eða hún komi í staðinn fyrir núverandi aðgerðaáætlun til að draga úr nettólosun, sem er ætlað að tryggja að Ísland standi við skuldbindingar sínar skv. Kýótó-bókuninni til 2020.

Gert er ráð fyrir að settir verði ábyrgðamenn fyrir verkefnin og óskað verður eftir framvinduskýrslu um hvert verkefni á næsta ári. Kostnaður við áætlunina er ekki útlistaður í kynningarefni með áætluninni.