Þrátt fyrir fríverslunarsamning milli Íslands og Grænlands, svokallaðan Hoyvíkur samning, þá hindruðu ESB reglur sem gilda á EES svæðinu innflutning á 1,6 tonn af hreindýrakjöti milli landanna. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur nú staðfest synjun stofnunarinnar, eftir að innflutningsaðilinn kærði málið og því þarf að farga kjötinu.

Hafnaði Matvælastofnun innflutningnum vegna þess að merkingarnar voru ekki í samræmi við reglur EES svæðisins, sem innleidd hafa verið hér á landi með lögum um matvæli og lögum um dýrasjúkdóma. Svokallað aukennismerki var að áliti stofnunarinnar ekki nógu auðgreinanlegt á hreindýrakjötinu, en á því skal koma fram samþykkisnúmer starfstöðvarinnar sem vann kjötið.

Í úrskurðinum kemur fram að ekki hafi verið hægt að gera sýnatöku á heilbrigði kjötsins því merking frá kjötvinnslunni hafi verið illgreinanleg á pakkningunum. Kærandi segir hins vegar að skilyrðum reglugerðar hafi hins vegar verið fullnægt, kjötið sé stimplað með skýrri auðkenningu, varan sé heilbrigð og vottuð af heilbrigðiseftirliti Danmerkur.