William Dudley, yfirmaður New York seðlabankans, hefur viðrað hugmyndir um gagnabanka, sem safnar saman upplýsingum um bankamenn sem fara gegn fyrir fram skilgreindum siðferðisviðmiðum.

Englandsbanki hefur undanfarið verið að kanna upptöku slíks kerfis. Minouche Shafik, sem starfar hjá Englandsbanka, sagði lögfræðinga bankans einfaldlega hafa lagst gegn hugmyndinni. Að hans sögn væri innleiðing kerfisins lagalega allt of flókin.

Dudley, sem er forsprakki hugmyndarinnar, segir það mikilvægt að finna skilvirkar og góðar leiðir til þess að sinna eftirliti með fjármálageiranum. Menn flakka á milli fyrirtækja, oft eftir að hafa brotið siðareglur, en finna ný störf í öðrum fjármálafyrirtækjum og breyta jafnvel lítið um gír.

Samkvæmt fréttaveitu Bloomberg væri hann til í að sjá fólk úr fjármálaheiminum sækjast eftir slíku kerfi, kerfi þar sem einstaklingar myndu sjálfviljugir vilja taka þátt. Með þeim hætti væri hægt að setja þrýsting á aðra til þess að taka þátt.