23,1% svarenda í könnun MMR um afstöðu til Icesave þjóðaratkvæðagreiðslunnar segjast vera óákveðnir. 3,9% neituðu að svara. Hlutfall þeirra sem tóku afstöðu er svipað og var í annarri könnun sem MMR vann 21. febrúar síðastliðinn. Nú tóku 73% afstöðu þá tóku 74,7% afstöðu.

Spurt var:  Alþingi hefur samþykkt lög um ríkisábyrgð vegna Icesavereikninga Landsbanka Íslands hf., en forseti Íslandssynjaði þeim staðfestingar. Ef þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um lögin í dag, hvernig myndir þú greiða atkvæði?

Um 52% landsmanna segjast munu samþykkja lögin um Icesave ef þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram í dag.Um 48% aðspurðra segist ætla að hafna lögunum. Vikmörkin eru 3,8% þannig að óhætt er að segja að þjóðin sé klofin jafnt í þessu máli.

Þegar spurt var um afstöðu fólks til aðildar að Evrópusambandinu var greinilegt að þeir sem eru frekar eða mjög fylgjandi aðild Íslands að ESB vilja samþykkja Icesave.

Könnunin var framkvæmd af MMR dagana 8. – 11. mars fyrir Viðskiptablaðið. Um 900 einstaklingar svöruðu könnuninni.