*

mánudagur, 22. apríl 2019
Erlent 24. júní 2018 16:30

Konur byrjaðar að keyra í Sádí-Arabíu

Talið er að ákvörðunin geti stækkað hagkerfi Sádí-Arabíu um 90 milljarða dollara fram til ársins 2030.

Ritstjórn
Sádí arabískar konur mega nú að keyra í sínu heimalandi.
epa

Lagabreyting sem heimilar konum að keyra bíla tók gildi í Sádí Arabíu í dag. Ákvörðunin er ekki einungis jafnréttismál í hugum stjórnvalda því umtalsverðir hagsmunir eru í húfi fyrir efnahag landsins. Talið er að ákvörðunin geti aukið atvinnuþátttöku kvenna til muna og þar með aukið hagvöxt verulega að því er Bloomberg greinir frá. Einungis um 20% kvenna í Sádí Arabíu er í dag á vinnumarkaði en hlutfallið í nágrannaríkjunum er um 43%. 

Talið er að ákvörðunin geti stækkað hagkerfi Sádí-Arabíu um allt að 90 milljarða dollara. Bloomberg bendir á að þetta skipti því efnahag landsins ekki minna máli en áform stjórnvalda um að selja 5% hlut í ríkisolíufyrirtækinu Aramco sem metinn er á allt að 100 milljarða dollara.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim