*

laugardagur, 20. apríl 2019
Erlent 6. september 2016 11:00

Konur eins líklegar að biðja um launahækkun

Í erlendri rannsókn kemur fram að konur eru eins líklegar að biðja um launahækkun og karlar en þær voru ólíklegri til að fá hækkun.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

rannsókn sem framkvæmd var af Cass Business School í samstarfi við Háskólunum í Warwick og Wisconsin bendir til þess að konur séu eins líklegar og karlar til þess að biðja um launahækkun, en þær eru einfaldlega ólíklegri til að fá hana.

Rannsóknin studdi því ekki þá tilgátu að konur væru ekki nógu ákveðnar til þess að biðja um launahækkun, sem oft hefur verið haldið fram.

Í rannsókninni var litið á stöðu 4,600 starfsmanna, kvenna og karla. Einnig var borið saman staða fólks í fullu starfi og í hlutastarfi.

Notast var við gögn frá vinnustöðum í Ástralíu á árunum 2013 til 2014.

Mismunun í launahækkunum

Þetta þýðir því að það á sér stað mismunun á vinnustöðum ef marka má niðurstöðu rannsóknina og að konur séu ekki tregari til að biðja um launahækkun, einfaldlega ólíklegri til að fá hana.

Þessar niðurstöður koma nokkuð á óvart. Í frétt BBC er rætt við Prof Oswald hjá Háskólanum í Warwick. Hann telur að þetta bendi til hreinnar og beinnar mismununar á vinnumarkaði.

Stikkorð: laun Konur vinnustaðir
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim