*

mánudagur, 21. janúar 2019
Innlent 24. október 2016 09:47

Konur með 30% lægri meðaltekjur af atvinnu

Árið 2015 voru konur með tæplega 30% lægri atvinnutekjur en karlar.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Árið 2015 konur með tæplega 30% lægri atvinnutekjur en karlar en þá er átt við allar tekjur af atvinnu án tillits til vinnutíma. Þetta kemur fram í frétt Hagstofu Íslands.

Ef borin eru saman meðallaun karla og kvenna í fullu starfi árið 2015 þá er 20% munur á heildarlaunum en 14% munur á reglulegum launum án yfirvinnu. Óleiðréttur launamunur mældist 17% árið 2015 hann byggist á reglulegu tímakaupi með yfirvinnu.

Atvinnutekjur hæstar á aldurbilinu 45 til 49 ára

Árið 2015 var helmingur kvenna með lægri atvinnutekjur en 3,7 milljónir króna á ári en helmingur karla með minna en 5 milljónir króna. Meðaltekjur af atvinnu taka til allra atvinnutekna án tillits til vinnutíma en karlar vinna að jafnaði fleiri vinnustundir en konur.

Tekjur vegna atvinnu árið 2015 voru hæstar á aldursbilinu 45 til 49 ára, bæði hjá körlum og konum.

Vinnutími útskýrir hluta

Vinnutími útskýrir hluta til af hverju karlar eru með hærri meðallaun en konur fyrir fullt starf. Helmingur kvenna í fullu starfi var með heildarlaun yfir 490 þúsund krónur á mánuði meðan helmingur karla var með heildarlaun yfir 586 þúsund krónur. Dreifing heildarlauna var ólík eftir kyni og voru karlar fleiri í hæstu launabilunum.

Stikkorð: laun Konur launamunur meðaltekjur