*

fimmtudagur, 21. febrúar 2019
Innlent 10. febrúar 2019 11:22

Konur með hærri laun

Kynbundinn launamunur í forsætisráðuneytinu mælist 0,73 til 4,3% og eru konur með hærri laun.

Ritstjórn
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Haraldur Guðjónsson

Konur í Stjórnarráðinu eru með hærri laun en karlar. Þetta kemur fram í svari Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. Spurði Þorsteinn út í kynbundinn launamun.

„Niðurstöður launagreiningar varðandi kynbundinn launamun hjá forsætisráðuneytinu voru 0,73% þegar búið var að taka tillit til frávika sem leiða af ákvæðum laga, m.a. um launaákvarðanir embættismanna. Kynbundinn launamunur reyndist hins vegar vera 4,3% þegar greining var gerð á öllu úrtakinu. Í báðum tilfellum var um að ræða hærri laun hjá konum en körlum," segir skriflegu svari ráðherra.