*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Innlent 10. febrúar 2019 11:22

Konur með hærri laun

Kynbundinn launamunur í forsætisráðuneytinu mælist 0,73 til 4,3% og eru konur með hærri laun.

Ritstjórn
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Haraldur Guðjónsson

Konur í Stjórnarráðinu eru með hærri laun en karlar. Þetta kemur fram í svari Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar. Spurði Þorsteinn út í kynbundinn launamun.

„Niðurstöður launagreiningar varðandi kynbundinn launamun hjá forsætisráðuneytinu voru 0,73% þegar búið var að taka tillit til frávika sem leiða af ákvæðum laga, m.a. um launaákvarðanir embættismanna. Kynbundinn launamunur reyndist hins vegar vera 4,3% þegar greining var gerð á öllu úrtakinu. Í báðum tilfellum var um að ræða hærri laun hjá konum en körlum," segir skriflegu svari ráðherra.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim