Konur eru fjórðungur stjórnarformanna í fyrirtækjum í orkugeiranum og aðeins 8% forstjóra/æðstu framkvæmdastjóra þessara sömu fyrirtækja Athygli vekur að í þeim tveimur fyrirtækjum sem lagaskylda um kynjakvóta nær ekki til, eru konur aðeins 17% stjórnarmanna.

Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu sem félagið Konur í orkumálum (KíO) lét gera í samstarfi við Ernst&Young um stöðu kvenna í orkugeiranum, segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Samkvæmt skýrslunni eru konur tæplega helmingur meðstjórnenda í fyrirtækjum í orkugeiranum, 32% deildarstjórnenda, 24% framkvæmdarstjórnenda og 8% æðstu framkvæmdastjórnenda en þær skipa 26% stöðugilda innan geirans.

Skýrslan tekur ekki bara á fjölda kvenna í stöðum, heldur leggur mat á áhrif þeirra eftir alþjóðlegri aðferðafræði Ernst&Young. Alls náði úttektin til tólf fyrirtækja, en þau sem koma best út úr könnuninni eru Veitur , Landsnet og
Orkuveita Reykjavíkur. Skýrslan kemur út í dag, 2. maí.