*

laugardagur, 20. apríl 2019
Innlent 5. september 2016 10:11

Körlum og faglærðum fækkar í leikskólum

Leikskólum, börnum á þeim og starfsfólki fækkar milli ára, hlutfall karla og faglærðra minnkar einnig milli ára.

Ritstjórn
Haraldur Jónasson

Í lok síðasta árs hafði fækkun barna á leikskólum landsins numið nálega 3% frá fyrra ári. Voru 19.362 börn á leikskóla á Íslandi í desember 2015, sem er 2,9% færri en á sama tíma ári fyrr.

Stafar fækkunin af fámennari árgöngum því hlutfall barna á leikskólum hefur ekki breyst að ráði.

Körlum fækkaði

Störfuðu alls 5.966 í leikskólum í desember 2015 og hafði þeim þá fækkað um 53 eða 0,9% frá fyrra ári. Stöðugildunum hafði hins vegar fækkað um 31 eða 0,6%.

Karlkyns starfsmönnum leikskóla fækkaði á milli áranna 2014 og 2015, en þeim hafði fjölgað árin á undan. Nam fækkunin 34 manns á tímabilinu og voru þeir 350 í desember 2015, þegar hlutfall þeirra var 5,9% starfsmanna. Í desember 2014 var hlutfall þeirra 6,4%.

Færri leikskólar

Voru 251 leikskóli starfandi í desember 2015, sem er fækkun um fjóra frá árinu á undan, þar af ráku sveitarfélögin 217 leikskóla, en 34 leikskólar voru reknir af öðrum aðilum.

Flestir voru þeir árið 2009, þegar 282 leikskólar störfuðu á landinu.

Færri faglærðir starfsmenn

Um 32,2% starfsmanna við uppeldi og menntun barna á leikskólum voru menntaðir leikskólakennarar, eða í heildina um 1.758 manns. Voru þeir flestir árið 2013 en þeim hefur fækkað um 202 frá þeim tíma. Einnig fækkaði starfsmönnum sem lokið hafa annarri uppeldismenntun, eða um 97 frá árinu 2014.

Rúmlega helmingur starfsmannanna, eða 52,2%, þeirra sem störfuðu við uppeldi og menntun leikskólabarna voru ófaglærðir og hefur þeim fjölgað á hverju ári frá árinu 2011. Ef einungis er horft á stöðugildin, eru 49,3% stöðugilda við uppeldi og menntun leikskólabarna.

Stikkorð: konur karlar Leikskólar faglærðir
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim