Nú stendur yfir fyrsta umferð forsetakosninga í Frakklandi. Alls eru ellefu einstaklingar í framboði, en þar standa fjórir aðilar upp úr: Marine Le Pen, frambjóðandi National Front, sem er best þekkt fyrir þjóðernishyggju og andstöðu við Evrópusambandið . Emmanuel Macron, sem stendur fyrir nýju framboði, En Marche, og er miðjumaður, sem styður frjáls viðskipti og áframhaldandi veru Frakka í Evrópusambandinu. Francois Fillon, sem er frambjóðandi hægriflokksins Lýðveldisflokksins. Að lokum er það kommúnistinn Jean-Luc Melenchon, sem vill meðal annars leggja 100% skatt á þá ríku í Frakklandi. Hægt er að lesa eilítið um frambjóðenduna fjóra hér.

Kosningabaráttan hefur nánast verið súrrealísk, en frambjóðandinn Francois Fillon hefur komst meðal annars í klandur fyrir það að ráða konu sína í starf aðstoðarmanns þegar hann var þingmaður, en vinnuframlag frúrinnar var af skornum skammti. Marine Le Pen frambjóðandi National Front hefur verið skelegg í baráttunni gegn öfga-íslamistum og Evrópusambandinu og þurfti Emmanuel Macron að svara fyrir orðróm um að hann væri samkynhneigður.

Gert er ráð fyrir því að kosningaþátttakan verði nokkuð góð þrátt fyrir miklar öryggisráðstafanir. Búist er við að hún verði í kringum 80% sem er svipað og hún var fyrir 5 árum þegar kosið var síðast. Alls eru 50 þúsund lögreglumenn á vakt til að tryggja að allt fari eðlilega fram, sem og sjö þúsund hermenn. Rétt fyrir kosningar var lögreglumaður stunginn í miðborg Parísar af hryðjuverkamanni.

Eins og áður kom hér fram er þetta einungis fyrsta umferð forsetakosninganna, en ef að einhver frambjóðandi fær 50 prósent atkvæða eða meira en það, þá er sá aðili sigurvegari. Ef það gerist ekki, sem er líklegt miðað við skoðanakannanir, þá verður kosið aftur eftir tvær vikur, en þá verða tveir efstu frambjóðendurnir í framboði. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum er lítið sem skilur að efstu fjóra frambjóðendurna fyrir fyrstu umferðina. Macron mældist með 24% fylgi, Le Pen með 23% fylgi, Fillon með 18,5% fylgi og Mélenchon sömuleiðis með 18,5%. Flestir sérfræðingar telja þó ólíklegt að Le Pen sigri seinni umferð kosninganna, ef hún myndi etja kappi við Macron. Þó hafa úrslit í kosningum á síðustu misserum komið flestum á óvart. Kjörstaðir loka á milli sjö og átta í kvöld á frönskum tíma eða milli fimm og sex á Íslandi. Hægt er að fylgjast með framvindunni á síðu BBC.