Sigurður Ingi Jóhannesson, forsætisráðherra Íslands, hefur lagt fram frumvarp til laga þess efnis að kosningar fari fram þann 29. október næstkomandi.

Þetta þýðir að það sé næsta víst að kosningar verði þann dag. Löggjafaþingið verður þar með framlengt til 29. október og setning Alþingis, sem hefði átt að fara fram 13. september, frestast til aflokinna kosninga.

Í frumvarpinu kemur einnig fram að talið sé hentugra að störf Alþingis haldi áfram - þar til að komi til kosninga.

Þetta þýðir að rjúfa verði þing 15. september, ef að kjördagur er 29. október, þar sem að Alþingiskosningar skuli fara fram 45 dögum eftir að þingrof er tilkynnt.

Ef að 29. október verði dagsetning kosninga, þýðir það að 57 dagar eru til stefnu frá deginum í dag.