Jóhann Tómasson upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins segir undirbúning þegar hafinn fyrir komandi alþingiskosningar.

Að hans sögn var bókaður kostnaður vegna kosninganna á síðasta ári tæpar 350 milljónir og gera má ráð fyrir að kostnaðurinn vegna kosninganna 28. október næstkomandi verði meiri að því er fram kemur í Morgunblaðinu.

Dómasmálaráðuneytið annast framkvæmd kosninganna innanlands en utanríkisráðuneytið hefur umsjón með kosningum utan kjörfundar erlendis, enda fara þær fram í skrifstofu sendiráðs eða fastanefnda hjá alþjóðastofnunu, í ræðismannsskrifstofum eða í skrifstofu kjörræðismanns.