Við sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí síðastliðinn voru 247.943 á kjörskrá og greiddu 167.622 kjósendur atkvæði í 71 sveitarfélagi en auk þess var sjálfkjörið í einu sveitarfélagi. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar .

„Sveitarfélög voru tveimur færri en við kosningarnar 2014 vegna sameiningar sveitarfélaga á tímabilinu. Kosningaþátttakan var 67,6% þar sem kosning fór fram eða heldur hærri en í sveitarstjórnarkosningunum 2014 þegar hún var dræmust, 66,5%. Kosningaþátttaka kvenna var 68,8% og karla 66,5%,“ segir í fréttinni.

Mikill munur var á þátttöku eftir sveitarfélögum, kjörsókn var mest í Árneshreppi 93,5% en minnst í Reykjanesbæ 57,0%. Í Reykjavík var kosningaþátttakan 67,1% eða svipuð og á landinu í heild. Minnst kosningaþátttaka var á meðal fólks á aldrinum 20-14 ára. Einnig kom fram í niðurstöðunum að kjörsókn var meiri í fámennari sveitarfélögum.