Úr viðtali Viðskiptablaðsins við Benedikt Gíslason og Sigurð Hannesson

Benedikt og Sigurður kveðjast báðir sammála um að eiginleikar krónunnar hafi verið kostur í þeim aðstæðum sem Íslendingar stóðu frammi fyrir.

„Ég held að hún hafi verið mjög mikill kostur í stöðunni. Þó að hún hafi verið rót vandans, þá er hún líka stór hluti af lausninni,“ segir Benedikt.

„Við skulum heldur ekki gleyma því að vandamálið snýst ekki um skammstöfun á myntinni. Þetta er færsluvandi, sambærilegur því sem við höfum séð á Kýpur og í öðrum löndum. Þannig snýst þetta í rauninni um að hér er fjármagn sem erlendir aðilar eiga tilkall til, sem mun á einhverjum tímapunkti flæða yfir landamæri. Það er í rauninni grunnurinn,“ segir Sigurður.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .