Ljóst er að aukin umsvif í ferðaþjónustunni eru að koma hagkerfinu til góðs um þessar mundir en útlit er fyrir að þau munu frekar vaxa en minnka á næstunni. Það þýðir einnig að íslenskt hagkerfi er orðið þó nokkuð næmara fyrir efnahagsþróun í löndunum í kringum okkur en áður.

„Þannig skipta hagsveiflur í nágrannalöndunum miklu máli,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka.

„Að því sögðu þá er merkilegt að við séum að upplifa tugprósenta vöxt ferðamanna á þessu ári á sama tíma og hagvöxtur á þeim svæðum sem ferðamenn koma frá er mjög hægur. Einnig hefur raungengi hækkað þannig að Ísland er orðið dýrara. Þessir efnahagslegu þættir hefðu frekar bent til þess að það myndi hægja á vexti ferðamanna.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .