*

föstudagur, 20. október 2017
Erlent 17. ágúst 2012 10:56

Kostnaður dregur úr hagnaði BankNordik

Afkoma færeyska bankans BankNordik var þrisvar sinnum betri á fyrstu sex mánuðum síðasta árs en í ár.

Ritstjórn
Janus Petersen, bankastjóri BankNordik

Færeyski bankinn BankNordik hagnaðist um 10,3 milljónir danskra króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta jafngildir 205 milljónum íslenskra króna. Afkoman nú er talsverður samdráttur á milli ára en á sama tíma í fyrra hagnaðist bankinn um 29 milljónir. 

Rekstrarhagnaður fyrir einskiptikostnað nam 131 milljón danskra króna samanborið við 120 milljónir í fyrra. Hagnaðurinn á öðrum ársfjórðungi nam 221 milljón króna sem bættist við 219 milljóna króna rekstrarhagnað á fyrsta ársfjórðungi.

Tekjur námu 439 milljónum danskra króna á fyrri hluta ársins en gjöld 308 milljónum króna.  

Afkoman er í samræmi við væntingar.

Fram kemur í uppgjöri bankans að gert sé ráð fyrir því að rekstrarhagnaður ársins verði á bilinu 150 til 200 milljónir danskra króna eftir að tillit hafi verið tekið til einskiptikostnaðar og afskrifta sem að stórum hluta eru tilkomin vegna kaupa BankNordik á hluta eigna danska bankans Amagerbanken á síðasta ári. Þetta voru önnur bankakaup BankNordik en bankinn keypti Sparbank ári fyrr. Bankinn hefur unnið að samþættingu starfseminnar og m.a. lokað tveimur útibúum að þremur á Grænlandi. Gert er ráð fyrir því að kostnaður bankans lækki á næst ári. 

Stikkorð: BankNordik