Kostnaður við að búa í eigin húsnæði hækkaði um 1,2% á milli mánaða og er tólf mánaða hækkun þess liðar í vísitölu neysluverðs 23%. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Hagsjá Landsbankans þar sem að verðbólgutölur Hagstofu Íslands eru greindar.

Vísitala neysluverðs var óbreytt milli mánaða í júní og mælist 12 mánaða verðbólga 1,5%. Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkaði um 0,41% milli mánaða og mælist 3,1% verðhjöðnun á þann mælikvarða.

Í Hagsjánni kemur einnig fram að flugfargjöld til útlanda hækka allra jafna yfir sumarmánuðina og gengur hún til baka með haustinu. Í ár var engin undantekning á því en kostnaður við það að fljúga út hækkaði um 11,5% sem er svipuð hækkun og í fyrra.