*

föstudagur, 19. apríl 2019
Innlent 19. nóvember 2014 10:07

KPMG velur sæstreng sem áhugavert verkefni

Upplýsingar vantar frá breskum stjórnvöldum um hvað fengist fyrir orkuna, segir Gunnar Tryggvason.

Edda Hermannsdóttir
Haraldur Guðjónsson

KPMG Global Infrastructure hefur valið sæstreng milli Íslands og Bretlands meðal 100 eftirtektarverðustu verkefna á sviði uppbyggingar. Verkefnin eru á mismunandi stigum, allt frá hugmyndum yfir í verkefni í fullri framkvæmd. Gunnar Tryggvason, sérfræðingur í orkumálum hjá KPMG, segir listann vekja athygli á innviðauppbyggingu sem hafi jákvæð áhrif.

Ritið frá KPMG er gefið út á tveggja ára fresti en þetta er í fyrsta skipti sem innviðaverkefni á Íslandi er á þessum lista. Í umsögn um verkefnið segir að Ísland framleiði alla sína raforku með endurnýjanlegum auðlindum og hafi kost á að framleiða mun meiri orku en þörf er á á almennum markaði. Fjárfesting í strengnum og orkumannvirkjum á Íslandi gæti orðið að stærðargráðunni 5 milljarðar Bandaríkjadala og strengurinn gæti flutt út 5 terawatt stundir á ári af endurnýjanlegri raforku til Bretlands.

Gunnar var formaður nefndarinnar sem vann skýrslu um lagningu sæstrengs til Evrópu fyrir iðnaðarráðuneytið. Skýrslunni var lokið síðasta sumar og segir Gunnar vinnuna í framhaldi hafa gengið hægar en vonast var til. „Hópurinn lagði mikla áherslu að fá frekari upplýsingar og þá sérstaklega frá breskum stjórnvöldum hvað myndi fást fyrir orkuna. Það var aðalforsendan sem vantaði inn í myndina. Við lögðum áherslu á það en voðalega lítið hefur gerst.“

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim