*

þriðjudagur, 19. júní 2018
Innlent 6. mars 2016 16:05

KR-flugeldar hagnast

Eignir félagsins námu 20,2 milljónum króna í árslok 2015 og jukust um 3,2 milljónir króna á milli ára.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

KR-flugeldar, sem flytja inn og selja flugelda, högnuðust um 26 þúsund krónur á síðasta ári. Eignir félagsins námu 20,2 milljónum króna í árslok og jukust um 3,2 milljónir króna milli ára.

Flugeldabirgðir KR-flugelda námu 5,7 milljónum króna um áramótin og jukust um rúmlega 3 milljónir milli ára. Eigið fé KR-flugelda var um 700 þúsund krónur um áramótin.

Knattspyrnudeild KR á 48% í félaginu, en aðrir eigendur eru Stefán Haraldsson, Reynir Jónsson og Lúðvík Sigurður Georgsson sem er framkvæmdastjóri.