Brim hf. sem á tæplega 33% í Vinnslustöðinni hf. fer fram á lögbann á hluthafafund Vinnslustöðvarinnar hf. sem áætlað er að fram fari á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá VSV.

Beiðnin verður tekin fyrir hjá sýslumannsembættinu í Vestmannaeyjum. Gunnar Sturluson hrl. fer með málið fyrir hönd gerðarbeinanda, Brims og Helgi Jóhannesson hrl. fyrir hönd gerðarþola, Vinnslustöðvarinnar.

Krafan tengist deilum um stjórnarkjör á aðalfundi VSV, 6. júlí 2016. Þar úrskurðaði fundarstjóri að stjórnarkjörið hafi verið ólögmætt, því að ekki höfðu öll atkvæði verið talin. Því var látið endurtaka kosninguna með nýjum kjörseðlum. Ítarlega hefur verið fjallað um málið í Viðskiptablaðinu.

Telur lögmaður VSV að það sé ekki tilefni til lögbanns. Telja gerðarbeiðendur að fyrri kosningin á aðalfundinum hafi verið lögmæt og eigi því að standa.