Kranaleigan ÁB Lyfting hefur höfðað mál gegn framleiðslufyrirtækin sem vann að gerð myndarinnar Djúpið í leikstjórn Baltasar Kormáks. Fyrirtækið hefur fengið greiddan reikning upp á fjórar milljónir króna. Framleiðandanum fannst krafan of há og vildi ekki greiða meira. Félagið sem var stofnað utan um gerð myndarinnar heitir Andakt ehf.

Myndin Djúpið fjallar um það þegar Hellisey sökk árið 1984 og sund Guðlaugs Friðþórssonar til Vestmannaeyja. Krani kranaleigunnar var notaður til að lyfta skipinu upp og niður í sjóinn. Mál kranaleigunnar er nú komið fyrir dóm, að því er segir í DV .