Samkvæmt upplýsingum úr ritinu Fjármálastöðugleiki, sem Seðlabankinn gaf út í síðustu viku og metur árlega stöðu íslensks greiðslukerfis, kemur fram að heildarvelta innlendra greiðslukorta nam 810 milljörðum króna á síðasta ári, 3,7% meiri en árið 2013. Velta kreditkorta nam 400,2 milljörðum króna en velta debetkorta var örlítið meiri eða 410,5 milljarðar króna. Athygli vekur að velta kreditkorta jókst töluvert á milli ára eða um 6% á meðan velta debetkorta jókst um 1,7%. Velta erlendra greiðslukorta nam 113,1 milljarði króna á síðasta ári en hún jókst um heil 24,1% á milli ára.

Velta greiðslukorta eftir gerð útstöðvum og uppruna.
Velta greiðslukorta eftir gerð útstöðvum og uppruna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .