*

föstudagur, 23. mars 2018
Innlent 13. september 2017 11:32

Krefst 300 milljóna frá Virðingu

Félag í eigu Eiríks Ingvars Þorgeirssonar krefur Virðingu um bætur vegna ófullnægjandi ráðgjafar á kaupum á Ölgerðinni sem gerð voru undir forystu Auðar Capital.

Ritstjórn
Deilurnar snúast um ráðgjöf vegna kaupa á eignarhlutum í Ölgerðinni
Aðsend mynd

Félagið ET Sjón ehf. í eigu Eiríks Ingvars Þorgeirssonar hefur krafist 300 milljóna króna skaðabóta frá Auði Capital, nú Virðingu, í málsókn sem félagið hefur höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Ástæðan er meint ófullnægjandi ráðgjöf um kaup félagsins Þorgerðar sem ET Sjón ehf. á tæplega 30% í, á hlut í Ölgerðinni.

Snýst óánægja Eiríks Ingvars um að hann hafi þurft að bera kostnað vegna rúmlega milljarðs króna endurálagningar ríkisskattstjóra á Ölgerðina árið 2013 vegna öfugs samruna félagsins frá árinu 2007 að því er Fréttablaðið greinir frá.

Fjárfestingarsjóðurinn Auður 1 í stýringu Auðar Capital fór fyrir kaupendahópnum og á meirihluta hlutafjár í Þorgerði. Félag Eiríks fór fram á að sýslumaður legði lögbann á sölu Þorgerðar á 45% hlut sínum í Ölgerðinni síðasta haust en kröfunni var hafnað.