*

föstudagur, 22. september 2017
Erlent 30. júlí 2012 11:17

Kreppan í Evrópu hefur áhrif á afkomu Ryanair

Hagnaður flugfélagsins minnkaði um 29% milli ára, á 2. ársfjórðungi.

Ritstjórn

Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair tilkynnti fyrir opnun markaða í morgun að félagið hefði hagnast um 99 milljónir evra, um 150 milljarða króna, á 2. ársfjórðungi. Þrátt fyrir 11% meiri veltu minnkar hagnaður félagsins um 29% milli ára.

Á tímabilinu ferðuðust 22,5 milljónir farþega með félaginu. Eldsneytiskostnaður jókst um 27% sem er um 50% af rekstrarkostnaði félagsins.

Ástandið í Evrópu hefur slæm áhrif

Ryanair er stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu og kresspan í álfunni hefur mikil áhrif á rekstur þess.

Howard Millar fjármálastjóri flugfélagsins sagði í samtali við Reuters fréttastofuna að það væri engin merki um kreppunni væri að ljúka. "Það virðist ekki vera nokkurt ljós við endann á göngunum" sagði fjármálastjórinn.

Stikkorð: Ryanair