Fasteignafélagið Reitir ætla að byggja allt að 100 þúsund fermetra af atvinnu- og íbúðarhúsnæði á Kringlusvæðinu. Kringlan er nú ríflega 50 þúsund fermetrar og myndi þetta því þrefalda byggingarmagnir á svæðinu. ViðskiptaMogginn greinir frá þessu í dag.

Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, segir að áætlunin sé að bæta við verslunum, skrifstofum, byggja nýtt hótel auk um 250 íbúða við Kringluna. Markmiðið sé að hefja uppbyggingu á næstu árum.