Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir hefur verið ráðin sem nýr forstjóri Kaffitárs. Stofnandi Kaffitárs, Aðalheiður Héðinsdóttir, stígur niður sem forstjóri og sest í stól stjórnarformanns.

Kristbjörg Edda er hagfræði- og viðskiptafræðingur að mennt og er með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskólanum í Árósum og Háskóla Íslands.

Kristbjörg starfaði áður hjá Össuri í ellefu ár, en einnig hefur hún verið forstöðumaður markaðssviðs Símans. Síðustu tvö ár starfaði Kristbjörg sem forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Men and Mice ehf.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segist Kristbjörg þekkja Kaffitár vel og hlakkar hún til að takast á við rekstur félagsins og njóta áfram afrakstur frumkvölðlastarfsemis Aðalheiðar.

Kaffitár rekur sjö kaffihús á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesbæ