Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir er hætt sem forstjóri Kaffitárs eftir rúmlega ár í starfi.

Aðalheiður Héðinsdóttir, stofnandi Kaffitárs, segir starfslokin hafi orðið í mesta bróðerni. Ástæða starfslokanna sé að Kristbjörgu Eddu hafi boðist framkvæmdastjórastaða á Siglufirði sem erfitt hafi verið að hafna þar sem kærasti hennar sé búsettur á Siglufirði.

Aðalheiður muni hafa stólaskipti við Kristbjörgu Eddu, Aðalheiður verði forstjóri Kaffitárs á ný og Kristbjörg Edda taki við starfi stjórnarformanns Kaffitárs. „Hún þekkir fyrirtækið vel og það er frábært að hafa hana áfram,“ segir Aðalheiður.

Andrea Róberts verður framkvæmdastjóri kaffihúsa

Þá hefur Andrea Róbertsdóttir verði ráðin sem framkvæmdastjóri kaffihúsa Kaffitárs.

Andrea hefur verið starfandi ráðgjafi á sviði stjórnunnar. Áður var hún mannauðsstjóri RÚV og forstöðumaður hjá Tali. Andrea er með MS gráðu frá viðskipta- og hagfræðideild í mannauðsstjórnun, BA gráðu í félags- og kynjafræði og hefur lokið MA-diplóma í jákvæðri sálfræði. Andrea tekur við starfinu af Lilju Pétursdóttir sem lét af störfum hjá Kaffitári um mánaðamótin sem rekstarstjóri kaffihúsa.