*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Fólk 1. október 2009 05:00

Kristín A. Árnadóttir verður sendiherra í Kína

Gunnar Snorri Gunnarsson fer til Berlínar

Ritstjórn

Kristín A. Árnadóttir, sendiherra og skrifstofustjóri á upplýsingaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, verður sendiherra í Kína um áramótin, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. 

Hún tekur við Gunnari Snorra Gunnarssyni sendiherra.

Hann mun verða fluttur til Berlínar þar sem Ólafur Davíðsson hefur verið sendiherra í nokkur ár. Ólafur fer á eftirlaun 1. janúar næstkomandi.

Frekari breytingar eru á döfinni í utanríkisþjónustunni.

Stefán Skjaldarson, sendiherra á viðskiptasviði utanríkisráðuneytisins, verður sendiherra í Vín í stað Sveins Björnssonar sem fer á eftirlaun. Þá fer Elín Flygenring, fastafulltrúi Íslands hjá Evrópuráðinu, til Helsinki og verður þar sendiherra, en þar er fyrir Hannes Heimisson sem kemur heim í utanríkisráðuneytið.

Sem kunnugt er hefur starf fastafulltrúa Íslendinga hjá Evrópuráðinu verið lagt niður vegna niðurskurðar í utanríkisþjónustunni.

Kristín A. Árnadóttir var gerð að sendiherra í nóvember 2008, í utanríkisráðherratíð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Hún stjórnaði áður framboði Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þar áður stýrði hún skrifstofu borgarstjórans í Reykjavík.

Frá þessu er greint í Viðskiptablaðinu í dag.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim