*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Fólk 7. október 2016 16:28

Kristín Björg nýr forstjóri H-Vest

Kristín Björg Albertsdóttir hefur verið skipuð forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

Ritstjórn
Mynd fengin á vef Velferðarráðuneytisins
Aðsend mynd

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað Kristínu Björgu Albertsdóttur forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða frá 1. nóvember næstkomandi. Hæfnisnefnd mat Kristínu hæfasta út hópi fjögurra umsækjenda. Kristín er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands og var skipuð í það embætti 1. júlí 2013. Þetta kemur fram í frétt á vef Velferðarráðuneytisins.

„Kristín Björg er fædd árið 1963. Hún lauk prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1987. Síðar hóf hún nám í lögfræði við sama skóla og lauk MA-prófi í lögfræði árið 2008.

Kristín hefur á starfsferli sínum meðal annars starfað við hjúkrunarráðgjöf hjá Læknavaktinni, verið deildarstjóri við Heilbrigðisstofnunina á Egilsstöðum og hjúkrunarforstjóri í afleysingum, hún starfaði um árabil við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, meðal annars sem aðstoðardeildarstjóri, sem hjúkrunarforstjóri heilsugæslu við Heilbrigðisstofnunina á Seyðisfirði og einnig við Heilsugæsluna á Fáskrúðsfirði. Þá hefur Kristín gegnt starfi fulltrúa hjá Sýslumanninum í Reykjavík,“ segir í tilkynningu frá Heilbrigðisráðuneytinu.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim