Kristján Kristjánsson tekur við starfi umsjónarmanns þáttarins Sprengjusands á Bylgjunni. Páll Magnússon, sem stjórnaði þættinum áður tekur nú þátt í prófkjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Suðurlandi.

Kristján hefur komið víða við á öldum ljósvakans. Hann hefur meðal annars starfað sem blaðamaður og lengi vel sem fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu og síðar í Kastljósi. Nýlega hefur hann aðallega sinnt sjálfstæðri ráðgjöf. Hann hefur einnig verið upplýsingafulltrúi hjá Landsbankanum auk þess að hafa verið starfsmaður forsætisráðuneytisins um hríð.

Áhugavert að taka við Sprengisandi

Í tilkynningu frá 365 tekur Kristján fram að Sprengisandur hafi um árabil verið einn af helstu þjóðmálaþáttum Íslands og telur hann það áhugavert að taka við honum.

Ágúst Héðinsson, yfirmaður útvarpssvið 365 segist vera ánægður með að fá Kristján til liðs við fyrirtækið og að hann sé þekktur fyrir skelegga frammistöðu í Kastljósi.

Kristján tekur við Sprengisandi strax og verður fyrsti þáttur í hans umsjá næsta sunnudag. Sprengisandur er á dagskrá á sunnudögum milli 10 og 12.