Kristján H. Hákonarsson hefur tekið við sem forstöðumaður öryggis- og persónuverndarmála hjá Advania.

Kristján gegnir nú nýrri stöðu persónuverndarfulltrúa Advania og mun tryggja að evrópsk reglugerð um persónuvernd verði innleidd hjá fyrirtækinu. Hann fer auk þess fyrir raunlægu öryggi og upplýsingaöryggi fyrirtækisins.

Kristján er menntaður kerfisfræðingur frá háskólanum í Skövde. Hann hefur unnið við gæða- og öryggisstjórnun í heilbrigðistækni, upplýsingatækni og fjármálageira, og starfað sem ráðgjafi á þessu sviði frá árinu 2000.

Hann hefur verið öryggisstjóri Advania frá árinu 2013. Kristján er kvæntur Sjöfn Kjartansdóttir, vörustjóra hjá Kvikna Medical.

Um Advania

Advania er eitt stærsta upplýsingatæknifyrirtæki landsins og er vinnsluaðili gagna fyrir fjölmörg fyrirtæki segir í fréttatilkynningu.

Persónuverndar- og öryggismál eru því algjörum forgangi hjá fyrirtækinu sem nýtur góðs af umfangsmikilli reynslu Kristjáns.