Kröfuhafar Kaupþing samþykktu frumvarp að nauðasamningi slitabúsins í atkvæðagreiðslu á kröfuhafafundi í dag. Alls samþykktu 100% viðstaddra kröfuhafa frumvarpið, en mætt var fyrir sem nemur 94% krafna.

Slitastjórn Kaupþing mun nú leita til hérðaðsdóms til staðfestingar á nauðasamningnum. Þegar staðfesting héraðsdóms liggur fyrir munu kröfuhafa geta fengið greitt. Dómstólar hafa til 15. mars til að samþykkja frumvarpið en ef það fæst ekki staðfest fyrir þann tíma þurfa slitabúin að greiða 39% stöðugleikaskatt í ríkissjóð.