Slitastjórn Kaupþings telur hugsanlegt við núverandi pólitískar aðstæður að kynntar verði til sögunnar frekari breytingar á lögum um slitameðferð fjármálafyrirtækja. Ekki sé hægt að útiloka að bú Kaupþings verði tekið til formlegra gjaldþrotaskipta.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu slitastjórnar Kaupþings til kröfuhafa. Morgunblaðið fjalllar um skýrsluna í dag. Í umfjöllun blaðsins segir að það veki eftirtekt við lestur skýrslunnar hversu opinská slitastjórnin er í umfjöllun sinni um þær aðstæður sem uppi eru hérlendis gagnvart áformum bankans að fá undanþágu frá fjármagnshöftum og í kjölfarið ljúka slitameðferð með nauðasamningi.

Slitastjórn Kaupþings óskaði eftir undanþágu frá gjaldeyrishöftum í október árið 2012. Seðlabankinn hefur ekki veitt slitastjórninni slíka undanþágu.