*

þriðjudagur, 19. febrúar 2019
Innlent 7. júlí 2017 15:06

Kröfum Jóhannesar og Ástráðs vísað frá

Kröfum Jóhannesar Rúnars Jóhanssonar og Ástráðs Haraldsonar, sem sóttust eftir embætti dómara við Landsrétt hefur verið vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Kröfum Jóhannesar Rúnars Jóhanssonar og Ástráðs Haraldssonar, sem sóttust eftir embætti Landsréttardómara, var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Jóhannes Rúnar og Ástráður voru meðal þeirra 15 hæfustu en voru ekki skipaðir. Báðir aðilar stefndu ríkinu vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra að leggja ekki til að þeir yrðu skipaðir í stöðu dómara við Landsrétt. Málinu er gerð skil á Mbl.is, Vísi, og í frétt Ríkisútvarpsins. Hægt er að lesa úrskurð í máli Ástráðs hér og í máli Jóhannesar Rúnars hér.

Báðir fóru fram á eina milljón í skaðabætur frá íslenska ríkinu vegna málsins. Skaðabótakröfunni var sömuleiðis vísað frá. Niðurstaða dómsins er meðal annars sú að dómkrafa sé svo andstæð meginreglum réttarfars um skýran málatilbúnað að ekki verði lagður á hana dómur. Einnig er bent á að í stjórnsýslurétti hafi ekki verið útilokað að hægt sé að höfða mál til ógildingar á skipun embættismanns. 

Stikkorð: Landsréttur Vísað frá kröfum