*

fimmtudagur, 19. apríl 2018
Innlent 28. maí 2016 19:45

Kröfur í búið námu 120 milljónum

Lýstar kröfur í þrotabú OSN Eignarhaldsfélags ehf. námu 120,4 milljónum króna en engar eignir fundust upp í kröfurnar.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

S kiptum er lokið á þrotabúi fyrirtækisins OSN Eignarhaldsfélag ehf. Fyrirtækið var lýst gjaldþrota þann 25. febrúar þessa árs. Þá hafði það ekki skilað ársreikningi síðan árið 2008. Sex ár liðu því milli þess að félagið skilaði síðast reikningi og það var lýst gjaldþrota. Lýstar kröfur í þrotabúið námu 120,4 milljónum króna. Engar eignir fundust í búinu upp í lýstar kröfur. Skiptum var lokið þann 12. maí 2016.

Samkvæmt ársreikningi árið 2008 var Gísli Ólafsson framkvæmdastjóri og 100% eigandi hlutafjár fyrirtækisins. Á rekstrar­ árinu varð 58,7 milljóna króna tap af rekstri félagsins þegar 2,8 millj­óna króna tap hafði orðið árið á undan. Rekstrarhagnaður var 38,7 milljónir króna. Vaxtagjöld fyrirtækisins námu þá 8 milljónum króna og gengismunur olli tapi upp á 89,3 milljónir króna.

Eigið fé fyrirtækisins var þá neikvætt um 67,6 milljónir króna en það hafði verið neikvætt um 8,8 milljónir króna árið á undan. Fyrirtækið skuldaði langtímalán upp á 143,7 milljónir króna og skammtímaskuldir námu tæplega 190 milljónum króna. Samtals námu skuldir félagsins því 333,4 millj­ ónum króna.

Skuldir þess jukust allverulega milli ára, eða um 270 milljónir króna. 174 milljónir króna af þessum skuldum voru þá verðtryggðar og gengistryggðar móti evrunni, japanska yeninu og svissneska frankanum. Félagið átti eignarhluti í þremur fyrirtækjum, Reykjalundi plastiðnaði ehf., RL eignarhaldsfélagi ehf. og Sparisjóði Keflavíkur. Eignir félagsins í öðrum hlutafélögum námu þá 142,2 milljónum króna.

Fyrirtækið var rekið í tapi frá stofnun þess árið 2004 en samtals átti það uppsafnað skattalegt tap í árslok 2008 upp á 75,9 milljónir króna. Reykjalundur fór þá í þrot árið 2009 og RL Eignarhaldsfélag var þá einnig úrskurð­ að gjaldþrota sama ár. Sparisjóður Keflavíkur heyrir þá einnig sögunni til en Landsbankinn tók yfir starfsemi sparisjóðsins árið 2011 eftir stórfenglegt tap hans á eftirhrunsárunum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.