Bátum með krókaaflahlutdeild hefur fækkað úr 354 í 277 frá því að stærðarmörk í smábátakerfinu voru hækkuð árið 2013. Fækkunin nemur 77 bátum eða 22% af heildinni. Á sama tímabili hefur hlutur 50 kvótahæstu bátanna í krókaaflamarkskerfinu aukist úr 74% í 81% af samanlagðri hlutdeild í þorskígildum.

Þetta kom fram í ræðu Arnar Pálssonar framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda á aðalfundi samtakanna. „Afleiðingarnar af stækkun bátanna eru m.a. þær að gríðarlegt ójafnvægi hefur myndast milli þeirra sem eru með þessa stærri báta og hinna. Þetta lýsir sér einna helst í möguleikum til fyrirgreiðslu til kaupa á veiðiheimildum. Nánast ekki er hlustað á menn sem eru með undir 200 tonn og vilja bæta við sig heimildum,“ sagði Örn.

Sjá nánar í Fiskifréttum.