*

föstudagur, 19. apríl 2019
Innlent 13. júní 2015 15:10

Króna án hafta í augsýn

Hvanneyringarnir Benedikt Gíslason og Sigurður Hannesson hafa átt langa daga og stuttar nætur undanfarna mánuði.

Jóhannes Stefánsson
Haraldur Guðjónsson

Þeir félagar eru varaformenn í framkvæmdahópi stjórnvalda um losun fjármagnshafta, sem kynnti tillögur sínar í þá veru á mánudag. Þeir, ásamt öðrum í framkvæmdahópnum, hafa verið á fullu stími undanfarið við að undirbúa næstu skref í málinu.

Viðbrögðin við fyrirætlunum um stöðugleikaframlag og -skatt hafa almennt verið jákvæð. Til marks um það tók verð á hlutabréfum kipp í Kauphöllinni í byrjun vikunnar, þó að vaxtahækkun Seðlabankans hafi dregið úr gleðinni síðari hluta vikunnar. Í framhaldi af kynningunni gerðist einnig nokkuð sem er sjaldséð hér á landi: Íslenskir stjórnmálamenn virtust sammála um ágæti tillagnanna. „Það hefur verið mjög gott að finna það,“ segir Sigurður.

Hann og Benedikt segja báðir að verkefnið hafi útheimt miklar vökustundir, sérstaklega undir lokin. „Þetta var mjög krefjandi og útheimti auðvitað mikla athygli og mikinn tíma. En það var auðvitað mjög lærdómsríkt og skemmtilegt að taka þátt í því, virkilega,“ segir Sigurður. „Maður er þakklátur fyrir að hafa verið treyst í þetta verkefni. Þetta er einstakt,“ bætir Benedikt við.

Stöðugleikaskattur var negldur í febrúar

Um mitt síðasta ár var framkvæmdahópurinn skipaður og í desember sama ár átti hópurinn samskipti við hagsmunaaðila, „meðal annars fulltrúa lífeyrissjóðanna og slitastjórnir, og við fengum að heyra þeirra áherslur sem nýttist okkur við að fullmóta áætlunina,“ segir Benedikt.

„Um áramótin verður tvíþætt breyting á starfinu. Í fyrsta lagi var skipt um gír í starfi hópsins, hlutverk voru endurskilgreind og fleiri komu að vinnunni. Í annan stað kom Seðlabankinn inn í verkefnið með meira afgerandi hætti en áður. Fyrstu sex vikur ársins fóru svo að mestu í öflun upplýsinga og greiningarvinnu,“ segir Sigurður. „Þar er til dæmis þessi skattaleið endanlega lögð fram,“ bætir Benedikt við. Þeir segja mestan tíma hafa farið í greiningarvinnu.

Benedikt Gíslason og Sigurður Hannesson eru í ítarlegu viðtali í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim